Klæðning gaf sig

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Klæðning gaf sig

Kaupa Í körfu

FJÖLMARGIR bílar urðu fyrir skemmdum vegna tjöru og grjóts þegar nýleg klæðning tók að gefa sig á veginum norðan Akureyrar á föstudag. Að sögn Kristjáns Þorkelssonar, starfsmanns hjá Vegagerðinni, var um samspil hita og umferðarþunga að ræða og kom atvikið þeim algjörlega í opna skjöldu. "Þessi kafli var klæddur um síðustu helgi og búið að sópa hann. Við fórum yfir hann á hádegi og allt virtist vera í góðu lagi svo við bjuggumst engan veginn við þessu." Um er að ræða tæplega 10 km langan vegarkafla frá Lónsbakka, við bæjarmörk Akureyrar, út að Þelamörk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar