Systur í logni

Einar Falur Ingólfsson

Systur í logni

Kaupa Í körfu

EINSTÖK veðurblíða var í Hraunsfirði á Snæfellsnesi um helgina. Systurnar Hugrún Egla og Elínborg Una nutu þess að vaða í vatninu og skoða bleikjurnar sem sýndu sig allt í kring um þær. Veðrið í júní hefur verið einstakt; sól og blíða dag eftir dag. Slíkt veður er óvenjulegt á suðvesturhorni landsins þar sem mönnum þykir tíðindi ef sól og hiti varir lengur en þrjá daga í einu. Veðurstofan spáir áframhaldandi veðurblíðu, en þó gæti farið að skúra um miðja vikuna. Bretar eru hins vegar að gefast upp á rigningunni, en þar hefur rignt nær látlaust undanfarnar vikur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar