Amnesty á Austurvelli

Amnesty á Austurvelli

Kaupa Í körfu

BARÁTTAN af hálfu Amnesty gegn pyndingum var kynnt almenningi á Austurvelli á laugardaginn en þar fengu áhugasamir að vera fórnarlömb ýmissa pyndingaaðferða. "Við vildum vekja athygli á pyndingum og annarri ómannúðlegri meðferð. Sérstaklega vildum við benda á núverandi lagalega skilgreiningu Bandaríkjanna og annarra ríkja á orðinu pynding en hún er "eitthvað sem veldur varanlegum líffæraskaða" en allt annað heitir þá lögleg yfirheyrslutækni. Inn í þetta er ekki tekinn sálrænn skaði né óvaranlegur líffæraskaði og við vildum vekja athygli á þessari hræsni. Það sem er kannski hvað alvarlegast við þetta er að Bandaríkin eru náttúrlega aðilar að Genfarsáttmálanum og þetta dregur mjög mikið úr trúverðugleika sáttmálans," segir Kjartan Yngvi Björnsson, einn af skipuleggjendum uppákomunnar, en það var sumarstarfsfólk Amnesty sem stóð að henni MYNDATEXTI Hver af þessum mönnum skyldi vera hryðjuverkamaðurinn?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar