Málað við Breiðagerðisskóla

Málað við Breiðagerðisskóla

Kaupa Í körfu

Dugnaðarandi sveif yfir Háaleitis-, Bústaða- og Fossvogshverfi þegar fram fór hreinsunarátakið "Tökum upp hanskann" og léku sólargeislarnir við alla sem þátt tóku í hreinsuninni. Bæði börn og fullorðnir tóku til hendinni en eftir nokkurra klukkustunda vinnu var fjölskyldugrillgleði við Breiðagerðisskóla og allir fengu að gæða sér á dýrindis grillmat. Þá var í húsnæði frístundaheimilisins Sólbúa kynnt úttekt á lítilli könnun sem nemendur á unglingastigi skólanna í hverfunum gerðu á veggjakroti og skemmdarverkum en vonast er til að gengið verði betur um í framtíðinni. Einnig máluðu börnin í hverfunum skilti með jákvæðum umhverfisskilaboðum, en þau verða sett víða um hverfið til að gleðja augun og glæða andann. Vonandi hvetja þau fólk til að hugsa vel um umhverfið enda synd að viðhalda ekki öllu sem áorkað var í hreinsuninni. MYNDATEXTI Góð samvinna Jóhanna, Katla, Fríða og Aldís voru allar duglegar að mála, en skiltið þeirra á örugglega eftir að verða einhverjum hvatning.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar