Kristján Möller afhendir eftirlitsbíl
Kaupa Í körfu
Litríkur Benz mun keyra um landið í sumar og meta ástand þjóðvega og umhverfis þeirra. Önundur Páll Ragnarsson kynnti sér verkefnið. NÚ ER verkefnið EuroRAP að fara af stað þriðja árið í röð. Verkefnið gengur út á að rannsaka öryggi vega á landinu og er unnið að evrópskri fyrirmynd. Rétt eins og bílar fá stjörnugjöf fyrir öryggisbúnað sinn munu íslenskir þjóðvegir nú fá stjörnur eftir því hversu vegirnir sjálfir og umhverfi þeirra stuðla að öryggi fólks. Af þessu tilefni hafa Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Umferðarstofa undirritað samstarfssamning. Ætlunin er að rannsaka rúmlega 1.000 kílómetra af þjóðvegum í ár, klára hringveginn og taka nokkra fjölfarna vegi sem liggja út frá honum, eins og Grindavíkurveginn og alla leiðina úr Hrútafirði til Bolungarvíkur. MYNDATEXTI Kristján L. Möller afhendir Ólafi Guðmundssyni, verkefnisstjóra EuroRAP, lyklana. Bíllinn er sérútbúinn með ýmsum hætti. Farþegi fylgist með því sem er á og við veginn og merkir við það með sérútbúnu tölvuborði. Myndavél tekur allt upp sem fyrir augu ber. Vegurinn fær svo stjörnur fyrir öryggið, frá einni upp í fjórar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir