Leonard á Kastrup

Leonard á Kastrup

Kaupa Í körfu

LEONARD ehf. opnaði í síðustu viku nýja verslun, Leonard Accessories, í fríhöfn Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn. Aðaláherslan er lögð á úr, skartgripi og töskur eins og hér heima en meira er lagt upp úr tískumerkjunum, s.s. Armani, Dolce & Gabbana og Guess. Opnunin er liður í því að komast betur inn á danska markaðinn, að sögn Tómasar Jónassonar, framkvæmdastjóra Leonards, en gangi reksturinn að óskum verður stefnan tekin á verslun í Kaupmannahöfn. Leonard ehf. rekur þrjár verslanir á Íslandi, þar af eina undir nafninu Noma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar