Sundmót á Akureyri

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Sundmót á Akureyri

Kaupa Í körfu

MJÖG vel heppnuðu aldursflokkameistaramóti í sundi lauk á Akureyri á sunnudagskvöldið með glæsilegu lokahófi. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB) sigraði örugglega í stigakeppni félaganna, líkt og undanfarin ár. Um 2. sætið börðust Sundfélagið Ægir úr Reykjavík og Sundfélagið Óðinn, lið heimamanna, og þar hafði Ægir betur á lokasprettinum. MYNDATEXTI: Frábær stemmning - Sundmenn fá ætíð gríðarlega hvatningu; það var mikið hrópað, kallað og klappað við laugarbakkann á Akureyri um helgina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar