Gaddakylfan afhent á Grand Rokk

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Gaddakylfan afhent á Grand Rokk

Kaupa Í körfu

SALKA Guðmundsdóttir, 26 ára háskólanemi, tók á móti Gaddakylfunni í gær úr hendi Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra. Kylfuna hlaut hún fyrir sigur í glæpasagnakeppni Mannlífs, Hins íslenska glæpafélags og Grand Rokks. Saga Sölku heitir "Við strákarnir" en strákarnir í öðru og þriðja sæti voru Hilmar Örn Óskarsson bókmenntafræðinemi í öðru sæti með söguna "Brúður" og Dagur Gunnarsson blaðamaður með söguna "Myndhöggvarinn". Hæfileikana á Salka ekki langt að sækja en foreldrar hennar eru rithöfundarnir Olga Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson.MYNDATEXTI Gaddakylfan afhent á Grand Rokk

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar