Bríetar minnst

Jón Sigurðsson

Bríetar minnst

Kaupa Í körfu

BRÍETI Bjarnhéðinsdóttur hefur nú verið reistur bautasteinn til minningar um brautryðjendastarf hennar í kvenréttindamálum. Tilefnið er aldarafmæli Kvenréttindafélags Íslands, en Bríet var einn af stofnendum þess og jafnframt fyrsti formaður. Með þessu vill KRFÍ leggja sitt af mörkum við að fjölga minnisvörðum um konur á Íslandi, sem eru allt of fáir að sögn þess. "Bríet er náttúrlega einskonar guðmóðir okkar svo okkur þótti nánast sjálfgefið að hennar yrði minnst," segir Halldóra Traustadóttir, framkvæmdastóri KRFÍ. Steinninn stendur við fæðingarstað Bríetar, að Haukagili í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Bríet fæddist 27. september 1856 og barðist ötullega fyrir rétti kvenna til náms, kosninga o.fl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar