Jóhann Sigurjónsson
Kaupa Í körfu
JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, vill að Grænlandsgöngur verði rannsakaðar vegna þess að með breyttum skilyrðum í hafinu, bæði við Ísland og Grænland, geti svo farið að beitarlönd þorsksins stækki. Að undanförnu hafa sjómenn vakið athygli á miklum þorski út af Vestfjörðum og velt því fyrir sér hvaðan hann komi. Jóhann segir ástæðu til að rannsaka málið og fylgjast með á komandi árum hvað sé að gerast þarna og úti í djúpkantinum. "Við erum í samvinnu við fiskifræðinga, sem vinna við Grænland og fylgjast með uppvaxandi árgöngum þar. 2003-árgangurinn gæti gengið til Íslands en þetta er lítill árgangur. Hins vegar gæti þetta gerst í vaxandi mæli og því er mikilvægt að við fylgjumst með þessu, eins og skipstjórar á Vestfjarðamiðum hafa bent á, og skiljum þær breytingar sem eiga sér stað. Við höfum lagt til við sjávarútvegsráðherra að okkur verði gert kleift að fara ofan í þessa hluti strax á þessu ári með sérstöku átaki við merkingar og leiðöngrum að ströndum Grænlands í samvinnu við heimamenn og innlendar útgerðir þar sem við skoðum samsetningu aflans og reynum að átta okkur á því hvers konar fiskur þetta er." | Miðopna
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir