Jóhann Sigurjónsson

Sverrir Vilhelmsson

Jóhann Sigurjónsson

Kaupa Í körfu

Jóhann Sigurjónsson segir að Hafrannsóknastofnun hafi á að skipa einvala liði sérfræðinga í fremstu röð í heiminum. Hún búi yfir gríðarlega mikilli reynslu og byggi sennilega á besta gagnagrunni sem til sé um nokkurt hafsvæði. Fullyrðing um að veiðiráðgjöf Hafró sé á algjörum villigötum, eins og haft hafi verið eftir Sigurði Sigurbergssyni í Grundarfirði í Morgunblaðinu í vikunni, byggist, að því er virðist, á því að viðkomandi sé ekki sáttur við niðurstöður stofnunarinnar og það sé að mörgu leyti skiljanlegt. Tillögurnar snúist fyrst og fremst um framtíðina en forsenda ályktunarinnar um að Hafrannsóknastofnun sé á villigötum sé fyrst og fremst tilvísun í þorskveiðarnar að undanförnu. MYNDATEXTI Tillögur Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir tillögur stofnunarinnar snúast um framtíðina, að byggja upp stærri stofn og meiri breidd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar