Vinnuskólinn
Kaupa Í körfu
NOKKRIR unglingar Grænu heimaþjónustunnar unnu baki brotnu í garði í Grafarvogi þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar hjá í gær. Vinnuskóla Reykjavíkur berast um þessar mundir mikið hrós og þakkir frá þeim sem nýta þjónustu Grænu heimaþjónustunnar en á vegum hennar hafa krakkar á fimmtánda aldursári unnið garðvinnu hjá eldri borgurum og öryrkjum. Hrafnkell Pálmi Pálmason, yfirleiðbeinandi Grænu heimaþjónustunnar, segir eldri borgarana taka krökkunum opnum örmum og gaman sé að sjá hve vel kynslóðunum komi saman. Ekki saki að margir bjóði krökkunum kökur, djús og vöfflur á meðan unnið er. "Ég er með 24 hópa í þessari þjónustu og markmiðið er að hver hópur taki tvo garða á dag. Okkur hefur gengið mjög vel í ár og nú þegar erum við búin með u.þ.b. 550 garða," segir Hrafnkell Pálmi. Í þjónustunni felst að gras er slegið, kantar skornir, illgresi rifið og rusli hent.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir