Sundlaug Seltjarnarness

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sundlaug Seltjarnarness

Kaupa Í körfu

FORELDRAR fatlaðra drengja á Seltjarnarnesi segja syni sína ekki fá skólasund í vetur þar sem aðstaða sem þeir þurfa sé ekki til staðar í nýendurbættri sundlaug. Drengirnir þurfa aðstoð stuðningsfulltrúa í búningsklefum, en ekki fást karlkyns aðstoðarmenn til starfa. Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segir að hann treysti því að starfsfólk sundlaugarinnar nái að leysa úr þessum vanda tímabundið í vetur, og ný og fullkomin aðstaða fyrir fatlaða verði tilbúin í sundlaugarbyggingunni næsta haust, þegar annar áfangi byggingarinnar verður tekinn í notkun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar