Smíðavöllur við Hlíðaskóla

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Smíðavöllur við Hlíðaskóla

Kaupa Í körfu

HÚSASMIÐUR í yngri kantinum vann hörðum höndum að byggingu stórhýsis þegar ljósmyndari átt leið framhjá smíðavellinum við Hlíðaskóla í gær. Einbeitingin skein úr augum hans, enda gríðarlega mikilvægt að allt sé haganlega mælt og sniðið eftir kúnstarinnar reglum þegar reisa á hús. Nú skemmta börn sér við kofasmíði víðsvegar um borgina og finna þannig sköpunargleði sinni og framkvæmdaþörf farveg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar