Hvalaskoðun
Kaupa Í körfu
Forráðamenn hvalaskoðunarfyrirtækja víðs vegar um landið segjast finna fyrir breyttri hegðun hrefnunnar, færri dýr sjáist og þau séu styggari en áður. Þrátt fyrir það eru þeir sammála um að ferðirnar hafi gengið vel í sumar og má það meðal annars þakka veðurblíðunni en þó ekki síst fjölgun á hnúfubak, sem vegur upp á móti hvarfi hrefnunnar. MYNDATEXTI KARANDIKAR er á leið í sumarfrí á meginlandi Evrópu ásamt manni sínum og tveimur sonum, en þau ákváðu að millilenda á Íslandi til að skoða hvali og voru mjög spennt fyrir að komast um borð. Hún ólst sjálf upp á Indlandi þar sem hún lærði að meta dýr í sínu náttúrulega umhverfi, og segist vilja að synir sínir kynnist því sama. Hún kýs því frekar að sýna þeim náttúrulífið á stöðum eins og Íslandi en að fara með þá í sædýragarðana í Orlando. Þau hjónin höfðu einmitt verið að ræða hvalveiðarnar þegar blaðamann bar að og sögðust telja að Íslendingar ættu frekar að leggja meiri áherslu á ferðamannaiðnaðinn. "Ég tel ekki rétt að hunsa Ísland vegna hvalveiðanna þótt ég sé á móti þeim. Ég vil frekar sýna andstöðu mína með því að styrkja hvalaskoðunina og vona að hún blómstri og hafi yfirhöndina gagnvart hvalveiðunum," segir Karandikar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir