Hvalaskoðun

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hvalaskoðun

Kaupa Í körfu

Forráðamenn hvalaskoðunarfyrirtækja víðs vegar um landið segjast finna fyrir breyttri hegðun hrefnunnar, færri dýr sjáist og þau séu styggari en áður. Þrátt fyrir það eru þeir sammála um að ferðirnar hafi gengið vel í sumar og má það meðal annars þakka veðurblíðunni en þó ekki síst fjölgun á hnúfubak, sem vegur upp á móti hvarfi hrefnunnar. MYNDATEXTI SPÆNSKU félagarnir Daniel Badia og Carles Escudero hafa ferðast um Ísland undanfarna viku og vildu nýta síðasta daginn fyrir heimför í eitthvað óvenjulegt. Þeir eru ekki sérstakir áhugamenn um dýr en ákváðu samt að skella sér í hvalaskoðun því þeir sögðu það vera mjög ólíkt því sem þeir ættu að þekkja í sínu heimalandi, og töldu víst að þeir ættu mikla upplifun í vændum. Ferðin hefði fullkomlega staðið undir væntingum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar