TOTO

Sverrir Vilhelmsson

TOTO

Kaupa Í körfu

BANDARÍSKA rokksveitin Toto hélt tónleika í Laugardalshöll í gærkvöldi. Sveitin blandar saman poppi, rokki, framúrstefnurokki og er jafnvel djassskotin inn á milli. Hún er helst þekkt fyrir gríðargóða sviðsframkomu, enda flestir meðlimir hennar búnir að vera áratugi í tónlistarbransanum. Nokkur laga bandsins, s.s. Africa og Rosanna, heyrast oft enn á öldum ljósvakans. Að sögn viðstaddra var mjög góð stemning í höllinni, en hér eru þeir Bobby Kimball söngvari og Steve Lukather gítarleikari að láta ljós sitt skína

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar