Mótmæli / Austurvöllur

Friðrik Tryggvason

Mótmæli / Austurvöllur

Kaupa Í körfu

VALD stórfyrirtækja yfir fólki er sífellt að aukast. Stórfyrirtæki sem eru núna að koma sér fyrir á Íslandi hafa áhrif á allt líf okkar og byggja völd sín á því að við séum þeirra neytendur," segir Sigurður Harðarson hjá samtökunum Saving Iceland. Samtökin stóðu fyrir mótmælum í Kringlunni og á Austurvelli í gær. Gekk fólk um með fána og slagorð, söng, dansaði og flutti leikþætti. Með í för var bandarískur aðgerðasinni, "séra Billy". Sigurður lýsir Billy sem aðgerðasinna sem líkist predikaranum Benny Hinn, en í stað þess að fara með guðs orð gagnrýni hann neyslusamfélagið harðlega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru tóku 25-30 mótmælendur þátt. Öryggisverðir í Kringlunni óskuðu eftir nærveru lögreglu, en hún þurfti ekki að skerast í leikinn. Lögregla segir meirihluta mótmælendanna vera útlendinga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar