Snekkjur

Friðrik Tryggvason

Snekkjur

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var fjölþjóðlegur hópur sem lagði glæsilegri seglskútu að bryggju í Reykjavíkurhöfn í gær. Skipstjóri á skútunni er Harm. H. Rotermund, þýskur eðlisfræðiprófessor sem kennir við Dalhousie-háskóla í Halifax í Kanada. Hann er á ferð með sjö manna áhöfn, konu sinni og tveimur dætrum, auk vina frá Englandi og Bandaríkjunum og ætlar að ferja skútuna frá eynni Wyk til Halifax. Eyja sú liggur í Norðursjó, út af ströndum Slésvík-Holstein, sambandslands í Þýskalandi. Rotermund sagðist í samtali við ljósmyndara Morgunblaðsins ráðgera að ferðin tæki um sex vikur í heildina, en lagt var upp frá Wyk í júní. Síðan hefur skútan komið við í Skotlandi og Færeyjum, en eftir stutta Íslandsdvöl verður haldið til Halifax með viðkomu á suðvesturströnd Grænlands. Skipstjórinn kvað veður hafa verið gott á leiðinni yfir Atlantshafið hingað til og kvartaði heldur ekki yfir veðrinu í Reykjavík. Honum líkaði vel að hafa fast land undir fótum en kvað það óvíst hversu langt stoppið yrði hér á landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar