"Ég vona bara að guð gefi góðan skúr"

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

"Ég vona bara að guð gefi góðan skúr"

Kaupa Í körfu

VATNIÐ fer þverrandi í jörðinni þegar er svona úrkomulaust," segir Ólafur Einarsson á bænum Hurðarbaki, en hann fylgist með vatnsbólunum í Villingaholtshreppi. "Þetta er búið að vera að gerast síðan að það hætti að rigna í vor." Nú þegar hefur þurft að miðla vatni á milli veitna í nágrenninu til þess að tryggja framboðið. Meiri vandræði eru fyrirsjáanleg ef úrkomulaust verður áfram. "Því lengur sem er þurrt, því meira eykst notkunin. Það eru allar skepnur komnar á vatnsveituvatn því það er hvergi neitt að hafa fyrir dýrin út um hagana, það er allt uppþornað," segir Ólafur. ....Fólk verður alveg ruglað þegar það kemur sól og rýkur út með garðslöngur og hendir út úðurum," segir Guðmundur og bendir á að flestur gróður þurfi ekki vökvun nema á kvöldin. Þar eru þó undanskildar nýlagðar þökur eins og þær sem Svala Þrastardóttir hjá slökkviliði Árborgar bleytti í við þjóðveginn í vikunni

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar