Lionsmenn mála Hólaneskirkju

Ólafur Bernódusson

Lionsmenn mála Hólaneskirkju

Kaupa Í körfu

Skagaströnd | Það lá vel á Lionskörlunum á Skagaströnd sem voru að mála kirkjuna er fréttaritari átti leið þar hjá í góðviðrinu. Eiginkona eins þeirra var með í slagnum enda sögðu hinir karlarnir að eiginmaðurinn hefði ekki fengið að fara út nema hún væri með. Voru þeir ánægðir með aðstoð hennar og sögðu að hún væri sett í að mála þar sem þröngt væri og erfitt að komast að. Þeir grínuðust líka með að þetta væri áheitamálun því þeir höfðu heitið því að mála kirkjuna ef sóknarnefndarformaðurinn næði sér af veikindum sem hafa hrjáð hann í vor. "Hann hringdi í mig í morgun og skammaði mig eins og hann er vanur þannig að það var ekki eftir neinu að bíða með málunina," sagði einn af forsprökkum Lionsmálaranna og kímdi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar