Fair Trade

Friðrik Tryggvason

Fair Trade

Kaupa Í körfu

Á bak við búðarborð í bakhúsi við Laugaveg standa mæðgurnar Arndís Harpa Einarsdóttir og Ásdís Ósk Einarsdóttir vaktina. Í sama húsi er veitingastaðurinn Á næstu grösum og íslenskar tískuflíkur frá Hönnu. Kaffihúsið Hljómalind er handan við hornið. Fair Trade-búðin er hins vegar nýgræðingur í verslanaflóru miðborgarinnar. "Við erum nú engar bisnessmanneskjur," segir Ásdís. "Mamma er kennari og ég er að klára mannfræðina. Hins vegar fannst okkur þessi hugmyndafræði svo brilljant og að það vantaði svona búð á Íslandi, þó ekki væri nema til að við gætum verslað í henni." Fair Trade útleggst sem sanngjörn viðskipti á íslensku. "Hugmyndin er að framleiðendur í fátækari löndum fái sanngjarnt verð fyrir vöruna sína," útskýrir Harpa. "Fair Trade -keðjan er með um 2.300 verslanir í Evrópu." MYNDATEXTI Hugmyndafræðin að baki Fair Trade er sú að framleiðendur í fátækari löndum fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar