Haukar - Fram

Brynjar Gauti

Haukar - Fram

Kaupa Í körfu

Haukar mættu fullir sjálfstrausts til leiks sem er kannski ekki skrítið þar sem liðið er taplaust eftir átta leiki í 2. deild. Þeir léku boltanum með jörðinni og sóttu upp kantana í fyrri hálfleik. Reynslulitlir bakverðir Framliðsins, Jón Guðni Fjóluson og Jón Orri Ólafsson, réðu ekkert við vængmennina, Hilmar Eiðsson og Ásgeir Ingólfsson. Strax á 7. mínútu skallaði hinn 17 ára gamli Ásgeir boltann í net Framara eftir fyrirgjöf Hilmars. Það tók Framara langan tíma að ná áttum og það var að vissu leyti gegn gangi leiksins þegar Igor Pesic jafnaði á 40. mínútu. Glæsilegur þrumufleygur af rúmlega 25 metra færi hjá Pesic. MYNDATEXTI Varist Ívar Björnsson, leikmaður Fram, sækir hér að marki Hauka sem verjast vel, en Amir Mehica, markvörður Hauka, varði vel í leiknum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar