DaimlerChrysler

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

DaimlerChrysler

Kaupa Í körfu

FYRSTI fólksbíllinn sem knúinn er vetnisrafala og fer í almenna umferð var afhentur Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Afhendingin fór fram við Perluna en fyrirtækin leigja bílinn í sameiningu af DaimlerChrysler. Þetta fyrsta skref í innleiðingu vetnisfólksbíla á Íslandi er þáttur í verkefni NýOrku sem stuðla skal að vetnisvæðingu íslenska samfélagsins og var þetta skref tekið í framhaldi af vetnisstrætisvögnunum sem notaðir voru í Reykjavík en þetta verkefni nefnist SmartH2. MYNDATEXTI Vetnisbílaþjálfun Fram til 1. ágúst verða starfsmenn í þjálfun í rekstri og viðhaldi vetnisbílsins en síðan fer hann í almennan rekstur sem þjónustubíll. Orkufyrirtækin tvö annast svo gagnaöflun um rekstur hans og frammistöðu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar