Mór

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Mór

Kaupa Í körfu

MÓR, rúmlega þriggja ára gömul hljómsveit með rætur á Akureyri, heldur útgáfutónleika í kvöld. Á boðstólum verða þjóðlög í þeim búningi sem Mór hefur getið sér gott orð fyrir; búningi sem liggur einhvers staðar á mörkum rokktónlistar og djasstónlistar. Hljómsveitin virðist gjaldgeng á hvoru sviðinu sem er, því á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði var Mór kynnt sem rokksveit en á AIM sem djassband. Hvort skyldi sannara reynast? MYNDATEXTI Sígildar perlur Þórhildur Örvarsdóttir syngur ýmis þekkt þjóðlög á nýstárlegan hátt með hljómsveitinni Mó í kvöld á Græna hattinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar