Crush

Brynjar Gauti

Crush

Kaupa Í körfu

ÞRÍR ungir félagar hafa ráðist í það verkefni að opna nýtt gallerí, Crush að nafni, niðri í bæ. Þeir láta sér venjulegt gallerí þó ekki nægja heldur bæta um betur og starfrækja einnig búð í galleríinu, en að sögn þeirra verða virk tengsl á milli búðarinnar og sýninganna í galleríinu. "Búðin mun breytast reglulega, allt tekið í gegn og skreytt upp á nýtt," segir Pétur Kristófer Oddsson, og vísar til þess að útlit búðarinnar verður í anda þeirrar sýningar sem stendur yfir hverju sinni. "Hugmyndin að þessu kviknaði hjá mér," segir Pétur. "Ég talaði svo við þá Óla og Munda og Crush er útkoma þess samstarfs." Hann er hógvær og lofar félaga sína fyrir störf þeirra í undirbúningsvinnunni. MYNDATEXTI Crush Ólafur, Guðmundur og Pétur standa að galleríinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar