Golfvöllurinn á Nesinu sleginn

Brynjar Gauti

Golfvöllurinn á Nesinu sleginn

Kaupa Í körfu

KRÍURNAR sem hreiðrað hafa um sig við golfvöllinn á Seltjarnarnesi eru orðnar vanar því að reglulega fari um völlinn, í næsta nágrenni varps þeirra, maður á sláttuvél. Þær láta hann því að mestu í friði, en eru vel á verði og flögra í kringum hann meðan á slættinum stendur. Kríurnar eru þó þekktar fyrir að vera allt annað en gestrisnar og því best að hafa allan varann á. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins ætlaði að fanga augnablikið á mynd, voru kríurnar fljótar að sjá að þar fór ókunnur gestur og gerðu því atlögu að honum, eins og þeirra er von og vísa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar