K-ÞÁTTUR

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

K-ÞÁTTUR

Kaupa Í körfu

Í EINS konar samtali eins málara við annan, hefur Einar Garibaldi Eiríksson skipulagt sýningu á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals á Kjarvalsstöðum undir yfirskriftinni "K-þátturinn", þar sem hann freistar þess að fá sýningargesti með í samræðuna og "líta á sýningarrými Kjarvalsstaða sem áhættusvæði óheftrar hugsunar, fremur en geymslustað ósnertanlegra meistaraverka". Sýningin felur í sér athyglisverða tilraun safnsins til að fást við eigið samhengi og jafnframt að brjótast út úr því og nálgast safneignina, þ.e. safn Kjarvalsverka, á nýstárlegan hátt. MYNDATEXTIRekkar "Einhverjum kann að þykja útlit sýningarinnar full"poppað" eða að "meistaranum" sé ekki sýnd tilhlýðileg virðing. Svo kann að virðast sem sýningarstjórinn reiði sig um of á orð og tungumál á kostnað slagkrafts myndmálsins en á hinn bóginn má ætla að hann sé að vekja athygli á vanmetnum þætti tungumálsins í æviverki Kjarvals," segir Anna Jóa í umsögn sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar