Smíðavöllur við Hlíðaskóla

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Smíðavöllur við Hlíðaskóla

Kaupa Í körfu

Marta Björk Atladóttir, 8 ára, er að smíða sinn eigin kofa. Hún var iðin við að saga þegar okkur bar að garði en leit þó aðeins upp til að tala við okkur. Marta Björk segir að það sé ekkert erfitt að smíða kofa en hún hefur fengið smá blöðrur á fingurna. Þetta er annar kofinn hennar Mörtu Bjarkar og ætlar hún að setja hann í garðinn hjá sér þegar smíðinni er lokið. Þá ætlar Marta Björk að mála kofann sinn og svo getur hún farið með dúkkurnar sínar út í garð og haldið kaffiboð. MYNDATEXTI Hagleikssmiður Marta Björk með strá í munni, sagar til spýtuna fyrir kofann sinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar