Húnavöku lauk á Blönduósi

Húnavöku lauk á Blönduósi

Kaupa Í körfu

HÚNAVÖKU lauk á Blönduósi í gær með sýningum og tónleikum víða um bæinn. Húnavaka sem hér á árum áður var haldin að vori hefur verið endurvakin en nú að sumri. Húnavaka sem er fjölskylduhátíð var nú haldin í annað sinn og þótti takast vel og dagskráin var mjög fjölbreytt. Margt var um manninn í bænum og leituðu margir brottfluttir Blönduósingar uppruna síns þessa helgi. Meðal atriða á hátíðinni má nefna að keppt var um Míkróhúninn en það er söngvarakeppni ungmenna og veðurspámaður Húnavöku var valinn en hann er sá er næst komst því að segja fyrir um veðrið á Blönduósi um hádegi á laugardag. MYNDATEXTI Hópreið Við setningu vökunnar kom hestamannafélagið Neisti ríðandi á svæðið ásamt bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar sem settu hátíðina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar