Nauðlending við Straumsvík
Kaupa Í körfu
ÁHÖFNIN á þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-SIF, alls fjórir menn, bjargaðist þegar þyrlan lenti í sjónum við björgunaræfingu út af Straumsvík við Hafnarfjörð um kl. 19 í gærkvöldi. Hvolfdi henni en flaut uppi á flotholtum. Ekki er vitað á þessari stundu hvað varð þess valdandi að þyrlan fór í sjóinn en atvikið er komið til rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd flugslysa. Þyrlan var við æfingar með áhöfn björgunarbátsins Einars Sigurjónssonar og björguðust fjórmenningarnir úr þyrlunni um borð í bátinn. Bæði dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, og forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Lárusson, komu á vettvang skömmu eftir óhappið og sagði Björn að gerðar hefðu verið ráðstafanir til að fá aðra þyrlu í stað Sifjar sem talin er ónýt
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir