Start Art

Friðrik Tryggvason

Start Art

Kaupa Í körfu

Í NEÐRA sýningarrými Startart heldur Fríða Gylfadóttir sína fyrstu einkasýningu í Reykjavík, en hún hefur sýnt tvívegis áður á Siglufirði. Sýningin samanstendur af notuðum stólum sem listakonan hefur umbreytt og er á einhverjum mörkum hönnunar og myndlistar. Stólar eru vissulega athyglisvert hráefni í listsköpun. Þýski listamaðurinn Joseph Beuys notaði t.d. stóla í skúlptúrinnsetningar sem líkingamynd fyrir mannslíkamann sökum þess að þeir eru hannaðir út frá anatómíu mannsins. Þeir stóðu þá sem táknmynd mannsins og gegndu þannig markvissu hlutverki sem form. Fríða gerir margt skemmtilegt við þetta hráefni og er útkoman oft kómísk, en ristir svo sem ekki dýpra en það.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar