HK - Víkingur

Sverrir Vilhelmsson

HK - Víkingur

Kaupa Í körfu

NÝLIÐAR HK náðu sér í stig í fallbaráttuslag gegn Víkingi á Kópavogsvellinum í gærkvöldi eftir að hafa lent 2:0 undir eftir hálftíma leik. Lokatölur urðu 2:2 í leik sem Víkingar voru betri aðilinn í en tókst ekki að nýta sér nema brot af þeim marktækifærum sem þeir sköpuðu í leiknum. Eftir tíu umferðir hefur HK ellefu stig í 7. sæti en Víkingur er með níu stig í sætinu fyrir neðan og eru þremur stigum frá fallsætinu. Þessi lið munu þurfa að berjast við að halda sér fyrir ofan Reykjavíkurliðin Fram og KR. MYNDATEXTI Á fullri ferð Jón Þ. Stefánsson, leikmaður HK, sækir af fullri hörku að marki Víkinga sem virðast falla hver af öðrum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar