Flugfélagið Ernir

Sverrir Vilhelmsson

Flugfélagið Ernir

Kaupa Í körfu

FLUGFÉLAGIÐ Ernir fékk sl. mánudag til landsins nýja flugvél af gerðinni Jetstream 32. Verður vélin notuð í áætlunarflug á Höfn í Hornafirði og Sauðárkrók ásamt því sem hún verður notuð í leiguflug innanlands sem utan. Flugvélin er búin jafnþrýstibúnaði með auknum þægindum fyrir farþega og tekur hún 19 manns í sæti. Flugfélagið Ernir á fyrir eina samskonar 19 sæta Jetstream 32, tvær 9 sæta flugvélar og tvær minni vélar sem að mestu eru notaðar í útsýnisflug með erlenda ferðamenn. Sinna áætlunarflugi til fjögurra staða Flugfélagið Ernir tók við áætlunarflugi á Höfn, Sauðárkrók, Bíldudal og Gjögur um síðustu áramót. Ásamt áætlunarfluginu sinnir félagið leiguflugi um land allt auk flugs milli landa. Flug með erlenda ferðamenn er einnig vaxandi hluti af starfsemi Ernis og þá ekki síst útsýnisflug yfir landið, segir í frétt frá fyrirtækinu. MYNDATEXTI Ný vél Forsvarsmenn Flugfélagsins við komu Jetstream 32 vélarinnar til landsins síðastliðinn mánudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar