Leirvogstunga

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Leirvogstunga

Kaupa Í körfu

Stærsti fornleifauppgröftur sem nokkru sinni hefur verið kostaður af einkaaðila á Íslandi stendur nú yfir í landi Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Önundur Páll Ragnarsson grófst fyrir um málið. Í landi Leirvogstungu í Mosfellsbæ stendur nú yfir umfangsmikil fornleifarannsókn. Hún er til komin því að 400 íbúða byggð rís nú í Leirvogstungu með tilheyrandi gatnagerð og jarðraski. Rannsóknin er því björgunaraðgerð þar sem fornum munum og nýrri þekkingu er safnað upp úr jörðinni til varðveislu áður en vegagerð er haldið áfram. Adolf Friðriksson er forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands ses. sem framkvæmir rannsóknina, en hinn 10. júlí síðastliðinn gerði stofnunin samning við Leirvogstungu ehf. af þessu tilefni. Þetta er stærsti verksamningur sem einkaaðili hefur gert til þessa um nauðsynlega vísindarannsókn á menningarsögulegum verðmætum í landi sem hann byggir á. MYNDATEXTI Rótað í sögunni Fornleifauppgröftur er vinna fyrir þolinmóða og getur tekið mörg ár í hvert sinn. Í sumar hefur viðrað vel til uppgraftar en jafnvel verið helst til þurrt. Þá verður jarðvegur rokgjarn og gjóskulögin vilja hverfa í allsherjarryksalla sem gerir fornleifafræðingum erfitt fyrir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar