Kauphöll Íslands

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Kauphöll Íslands

Kaupa Í körfu

VELTA í viðskiptum með hlutabréf í kauphöll OMX á Íslandi það sem af er ári nálgast nú 1.600 milljarða króna. Í lok júlímánaðar í fyrra nam samanlögð velta ársins 1.136 milljörðum og er því um 40% aukningu að ræða á innan við ári. Haldi þessi aukning áfram má gera ráð fyrir að velta ársins fari yfir 3.000 milljarða króna, 3 billjónir, sérstaklega þegar haft er í huga að uppgjör vegna yfirtöku Novators á Actavis fer brátt fram. Áætlað andvirði þeirra viðskipta er á bilinu 180-190 milljarðar. Nái veltan 3 billjónum yrði það í fyrsta skipti í sögu hlutabréfaviðskipta hérlendis en gamla metið var sett á síðasta ári. Þá skiptu hlutabréf um hendur fyrir ríflega 2.192 milljarða króna. MYNDATEXTI Kauphöllin Hlutabréfavelta hefur aukist mikið það sem af er ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar