Ragna Ingólfsdóttir skrifar undir styrktarsamning við SPRON

Ragna Ingólfsdóttir skrifar undir styrktarsamning við SPRON

Kaupa Í körfu

RAGNA Ingólfsdóttir, Íslandsmeistari í badminton, er á meðal þátttakenda í alþjóðlegu móti á Nýja-Sjálandi sem hefst í dag. Mótið er svipað að styrkleika og það sem hún keppti á í Ástralíu um liðna helgi, en þá hafnaði hún í öðru sæti. Til þess að gefa vísbendingu um styrkleika þessara móta þá gefa þau jafnmörg stig fyrir stöðu á heimslistanum eins og Iceland Express National, sem fram fer á Íslandi í október ár hvert. Heildarverðlaunafé á mótinu á Nýja-Sjálandi er 5000 dollarar eða um 300 þúsund íslenskar krónur. MYNDATEXTI Ragna Ingólfsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar