Uppgræðsla

Sigurður Aðalsteinsson

Uppgræðsla

Kaupa Í körfu

Jökulsárhlíð | Verið er að gera tilraunir með uppgræðslu eyra Jökulsár á Dal úti í Jökulsárhlíð. Undanfarið hafa ábúendur í nágrenni eyranna kvartað út af sandfoki sem verið hefur óvenjuþrálátt í sumar. Að sögn Eiríks Magnússonar, bónda í Hólmatungu, hefur verið mikið sand- og moldrok í sumar. ,,Það er samt ekki eins mikið og fyrir tveimur árum þegar verið var að ryðja jarðveginum af stíflustæðinu við Kárahnjúka í ána, þá var mun meira sand-, mold- og leirfok en nú, þó það sé ærið og smjúgi inn um öll híbýli og skemmi viðkvæm raftæki og gólf, sagði Eiríkur. MYNDATEXTI Engin smásmíði Stórar dráttarvélar eru notaðar við sáningu og áburðardreifingu á vegum Landbótasjóðs Norður-Héraðs og Landsvirkjunar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar