Harry Potter

Sverrir Vilhelmsson

Harry Potter

Kaupa Í körfu

Dagmar Ríkharðsdóttir fékk fyrsta eintakið af sjöundu og síðustu bókinni um Harry Potter í hendur í gærkvöldi, en hún beið í rúmlega sólarhring fyrir utan verslunina til þess að tryggja sér það. Hún var búin að birgja sig upp af mat og drykk og ætlaði ekki að linna lestrinum fyrr en örlög galdrastráksins vinsæla kæmu í ljós á síðustu blaðsíðunni. Dagmar sagði að sér liði í senn "hörmulega og mjög æðislega" að fá síðustu bókina í hendur, en margir aðdáendur munu eflaust sakna þess að fá ekki að lesa um ný ævintýri Harry Potter með reglulegu millibili. MYNDATEXTI Seiðmagn nýjustu Harry Potter-bókarinnar varð þess valdandi að þær Dagmar, Borghildur og Ingibjörg biðu eftir henni úti undir berum himni í 29 klukkustundir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar