Sumartískan

Sumartískan

Kaupa Í körfu

Nú þegar Frónbúar eru í stanslausri sæluvímu vegna þessa Guðs blessaða sumars þar sem einmunatíð hefur ríkt samfleytt í langan tíma, er ekki úr vegi að hvetja fólk til þess að skoppa út í náttúruna og gleðjast með einum eða öðrum hætti. Það er svo ótalmargt sem hægt er að gera skemmtilegt og það er gaman að klæða sig upp á björtum sumardögum og hendast eitthvað út í móa. Draga fram litríka kjóla, fara í skvísugírinn og skarta fallegum skóm. MYNDATEXTI Hlátrasköll Kjólar hannaðir af Birnu Einarsdóttur og fást í Birnu Skólavörðustíg. Tígurkjóll 17.625 kr., blómakjóll 14.800 kr. Fjólubláir skór 26.200 kr., svartir skór 16.400 kr. Stúdíó Hrönn Skólavörðustíg

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar