Hólasandur

Birkir Fanndal Haraldsson

Hólasandur

Kaupa Í körfu

Mývatnssveit | Hólasandur heitir mikil víðátta norðan Mývatns. Þar hefur í um áratug staðið yfir einstakt landbótastarf sem Húsgull, Landgræðslan, Pokasjóður og fleiri hafa komið að af miklum myndarskap. Ummerki eru á svæðinu um kolagerð á fyrri tíð en lengi höfðu vindar sorfið þar nakta auðnina. Á dögunum vann flokkur ungmenna á sandinum að gróðursetningu tugþúsunda birkiplantna. Þarna unnu saman unglingar sem starfa hjá Landsvirkjun í sumar, við Blöndustöð, Laxárstöð og í Kröflu. Lúpínan hefur tekið að sér að mynda jarðveg og skjól fyrir birkið og er augnayndi fyrir vegfarendur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar