Rækta garðinn

Helgi Bjarnason

Rækta garðinn

Kaupa Í körfu

Reykjanes | "Ég hef stundum fengið góða uppskeru. Ekki í sumar, enn sem komið er," segir Malinee Sodsai sem ræktar matjurtir í litlum garði við Gunnuhver úti á Reykjanesi. Ferðafólk sem leggur leið sína út í Reykjanesvita á sjálfsagt ekki von á að rekast þar á matjurtagarða. Umhverfið er þannig, frekar hrjóstrugt. Þarna hefur Malinee þó fundið sinn sælureit, í heitum móa á milli Reykjanesvita, gráa lónsins við virkjunina og Gunnuhvers. Þar var hún að sá fyrir káli þegar blaðamaður átti leið um og dóttir hennar, Uthaiwan Prompradit (Nína), og vinkona þeirra, Ósk Dís Kristjánsdóttir, voru að hjálpa til. MYNDATEXTI Rækta garðinn sinn Ósk Dís Kristjánsdóttir, Uthaiwan Prompradit og Malinee Sodsai við garðyrkjustörf í sérstöku umhverfi á Reykjanesi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar