Boranir á Þeistareykjum með Jötni

Birkir Fanndal Hara

Boranir á Þeistareykjum með Jötni

Kaupa Í körfu

BORANIR eru nú hafnar við Þeistareyki í fjórða sinn til að kanna stærð og eiginleika jarðhitageymisins þar undir og möguleika á nýtingu jarðhitans til raforkuframleiðslu. Árni Gunnarsson vélaverkfræðingur, sem stýrir verkefninu, segir erfitt að spá um árangur af þessari borun, en segir að gera megi ráð fyrir því að afköst holnanna verði meiri því byggt sé á þekkingu sem aflað var í fyrri borunum. "Nú beitum við í fyrsta skipti skáborunum, en áður höfum við alltaf borað beint niður. Þær gefa okkur tækifæri til að skera fleiri sprungukerfi neðanjarðar þannig að innstreymi í holurnar verði meira og afköst þeirra aukist," segir Árni. MYNDATEXTI Ró og friður Þingeyskt sauðfé lætur ekki bröltið í mannskepnunni og umfangsmiklar tilraunaboranir á Þeistareykjum raska ró sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar