Helgi Hóseasson

Brynjar Gauti

Helgi Hóseasson

Kaupa Í körfu

Um þessar mundir láta alþjóðleg samtök umhverfisverndarsinna til sín taka á höfuðborgarsvæðinu. Þótt alltaf hafi verið nokkuð um mótmæli á Íslandi hafa þau ekki verið jafn áberandi og nú er. Hvers vegna gerist þetta núna og hvaða þýðingu hefur það? MYNDATEXTI Mótmælandi Íslands Helgi Hóseasson hefur lengi barist fyrir því að fá skírn sína dregna til baka. Í baráttu sinni hefur hann beitt ýmsum aðferðum, til dæmis slett skyri á alþingismenn. Í mörg ár hefur hann staðið á gangstéttinni við Langholtsveg með kröfuspjald og ekki alls fyrir löngu var gerð heimildamynd um hann sem bar titilinn Mótmælandi Íslands. Um þessar mundir fer þó meira fyrir öðrum mótmælendum því hópar erlendra náttúruverndarsinna hafa farið mikinn á höfuðborgarsvæðinu til að mótmæla virkjunum og stóriðju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar