Aðalgötu-Fúsi tekur út aflann

Jón Sigurðsson

Aðalgötu-Fúsi tekur út aflann

Kaupa Í körfu

HUNDURINN Aðalgötu-Fúsi er rúmlega tvítugur, en það þykir býsna hár aldur meðal hunda. Hann tók vel á móti eiganda sínum, Walter Helga Jónssyni, þegar hann sneri heim af miðunum á föstudag. Aflinn reyndist fremur rýr, en hvorki Fúsi né Walter settu það fyrir sig. Það gerir lítið til þótt lítið fiskist á fallegum sumardögum við Húnaflóann, því það eitt að sitja í bát á lygnum flóanum með heitt kaffi í bolla gefur sjóferðinni nægt gildi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar