Dettifoss

Morgunblaðið/RAX

Dettifoss

Kaupa Í körfu

Þrenningin sanna og eina, land, þjóð og tunga, er samofin tilvist okkar Íslendinga. Í sjálfstæðisbaráttunni voru þjóðin og tungan miðlæg en getur verið að landið hafi nú verið sett á oddinn? Er þjóðernishyggja að þoka fyrir ættjarðarhyggju? Eða er landið bara í brennidepli vegna framkvæmda við stóriðju? Hvers vegna slá hjörtu umhverfisverndarsinna svo ört? Og gætir áhrifanna víðar en í umræðunni? Sækja listamenn í auknum mæli innblástur til landsins og hvers vegna er sveitarómantíkin svona áberandi í klæðaburði og tísku nú um stundir? MYNDATEXTI: Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, - að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum, svo hafinn yrði í veldi fallsins skör. Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk, já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum. Hér mætti leiða líf úr dauðans örk og ljósið tendra í húmsins eyðimörk við hjartaslög þíns afls í segulæðum. - Úr kvæðinu Dettifoss eftir Einar Benediktsson (1864-1940).

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar