Messa með miðaldasniði

Sverrir Vilhelmsson

Messa með miðaldasniði

Kaupa Í körfu

KIRKJUGESTIR í Viðey upplifðu sérstaka guðsþjónustu í gær en þar var messað með miðaldasniði fyrir fullu húsi. Þetta hefur verið gert einu sinni á sumri undanfarin ár en í eynni er helgihald oft mjög sérstakt og tilefnisbundið. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson prestur í Dómkirkjunni þjónaði fyrir altari enda er löng hefð fyrir því að dómkirkjuprestar sinni messuhaldi í Viðey. "Við höfum verið með ýmsar guðsþjónustur sem tengjast náttúru og sögu í gegnum árin. Nú bar svo vel í veiði að við fengum Voces Thules til að syngja í messunni. Þeir sungu latneskan messusöng og við tengdum það þeim gregórsöng sem við erum vön." MYNDATEXTI Við altarið Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson flutti forna messutexta og Voces Thules sungu kirkjulega miðaldasöngva við messu í Viðey í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar