Skerjafjörður

Sverrir Vilhelmsson

Skerjafjörður

Kaupa Í körfu

Hvað ungur nemur, gamall temur segir máltækið, en því er þó stundum öfugt farið eins og virtist vera með stelpuna ungu í Skerjafirði, sem sýndi þeirri eldri hvernig á að bera sig með stíl á hlaupahjóli. Þessir fararskjótar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár meðal yngra fólksins, en þeir eru ekki síður skemmtilegir fyrir þá sem eldri eru enda er hægt að ná töluverðum hraða með réttri tækni. Stígarnir í Skerjafirði eru einmitt upplagðir í slíkar æfingar því ekki þarf að púla upp brattar brekkur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar