Ten Steps Away hljómsveit

Brynjar Gauti

Ten Steps Away hljómsveit

Kaupa Í körfu

HAFNFIRSKA rokksveitin Ten Steps Away vermir annað sætið í gríðarstórri hljómsveitakeppni sem nú fer fram á Netinu. Fyrsta stig keppninnar er vefkosning, annars vegar á síðunni www.bodogbattle.eu, en þar etja kappi evrópskar sveitir, og hins vegar á slóðinni www.bodogbattle.com, þar sem keppa amerískar sveitir. Agnar Friðbertsson, söngvari Ten Steps Away, kveður liðsmenn mjög spennta. Þeir hlakka til "að spreyta sig í keppninni og hafa gaman af þessu". Ten Steps Away þarfnast að sjálfsögðu aðstoðar aðdáenda sinna í netkosningunni, eigi hún að ná að stíga skrefið til fulls en sigurvegarinn fær að launum risastóran plötusamning

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar