Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann

Kaupa Í körfu

ÚTVARPSLEIKHÚS Rásar 1 heldur í dag forhlustun á tveimur verkum, annars vegar svakamálaleikriti fyrir börn, Mæju Spæju, og hins vegar sakamálaleikritinu Mótleik. Fyrsti hluti verksins verður fluttur samtímis á 29 bókasöfnum víða um land, stundvíslega kl. 14 og er áhugasömum bent á að fara inn á www.ruv.is/leikhus til að sjá listann yfir þau bókasöfn sem taka þátt í þessum viðburði. Mæja Spæja er eftir Herdísi Egilsdóttur og fjallar um Mæju sem fær spæjaragræjur í afmælisgjöf. Leiðir hennar og stórþjófanna Tóma og Klára liggja síðar saman með mjög dularfullum hætti. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann, leiklistarráðunautur Rásar 1, segir þetta ekki hafa verið gert áður hér á landi, þ.e. að frumflytja leikrit fyrir börn í bókasöfnum með þessum hætti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar